beint flug til Færeyja

Sýningin „LANDSLAGSGARN“ opnar í  Deiglunni

Sýningin „LANDSLAGSGARN“ opnar í  Deiglunni

Sýningin „LANDSLAGSGARN“ opnar í  Deiglunni á Akureyri 24. febrúar kl. 14.00. Opnunartími: laugardagur 24. og sunnudagur 25. febrúar frá 14 til 17. Sanna verður viðstödd & spinnur ull í garnið sitt.

Finnska textíllistakonan Sanna Vatanen á langvarandi tengsl við Ísland, þau eru grunnurinn að verkum hennar á dvalartímanum í Gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún mun spinna íslenska ull og búa til einstakt handspunnið garnsafn, Landslags-garn. Garnsafnið sækir innblástur í íslenskra náttúru og endurtekur liti ösku, mosa, snjós, íss, hrauns, þoku, sands, sjós, himinns, engja…

Innblásin af sérkennum íslensku ullarinnar, lengra, grófara ytra lagi (Tog) og fínna undirlagi (Þel), sem gefur óspunnum þræðinum einstakan þéttleika. Plötulopi frá Álafossi er notaður í verkefnið. Ullin sem þegar er í plötum er mjög skemmtileg að spinna úr og blanda saman litunum úr mörgum ólíkum ullarlitaplötum. Plötulopi er einnig efnið sem upphaflega var notað í hinar goðsagnakenndu lopapeysur þar sem kostir íslensku ullarinnar koma vel fram í blautu og köldu veðri, vegna þess að ullin er notuð óspunnin.

Garnsafnið verður síðan notað sem efniviður í  handprjónað peysusafn Landscape Lopis (vinnuheiti). Hugmyndin að baki „Landscape Lopis“ er að kynna persónulegar minningar og upplifanir yfirfærðar í spuna og prjónles – og þannig fá þær að birtast opinberlega í klæðilegum fötum í daglegu lífi í stað þess að geymast einungis sem minningar innan húss. Að nota peysur sem póstkort og segja sögu.

„Umhverfistextíllistarverkefnin sem ég tók þátt í á Íslandi á meðan ég var í námi höfðu varanleg áhrif á mig. Síðan þá hef ég snúið aftur og aftur í kröftuga náttúru Íslands og upplifunin er ný í hvert skipti.“

Sanna Vatanen nam við Lista- og hönnunarháskólann (nú AALTO háskólann) í Helsinki, Finnlandi. Á ferli sínum hefur hún, auk þess að sýna, gefið út 7 prjónabækur þar sem hún fjallar meðal annars um textíltækni og lagt áherslu á notkun heimafenginnar ullar og annarra sjálfbærra og endurunninna efna. Hún býr á eyjunni Kökar í Álandseyjaklasanum, þar sem hún vinnur að nýjum verkefnum sem snúast um ull Álandseyja.

UMMÆLI