Syntu rúma 115 kílómetra á sólarhring

Syntu rúma 115 kílómetra á sólarhring

Iðkendur í Sundfélaginu Óðni á Akureyri tóku þátt í sólarhringssundi í vikunni og syntu frá klukkan 15.00 19. apríl til klukkan 15.00 20. apríl.

Þetta gerðu þau til þess að safna í ferðasjóð sinn. Allur ágóði af fjáröfluninni rennur í ferðasjóð iðkenda sem gerir sundfélaginu kleift að halda úti jafn öflugu og flottu starfi og það gerir í dag. Ef einhverjir vilja styrkja iðkendur Óðins bendum við á rn; 565-14-000310 og kt; 560119-2590.

Samtals syntu iðkendur 115.05 kílómetra á sólarhringnum.

„Höfrungar, Framtíð, Úrvals, Krókódílar, Afreks, Garpar, gamlir Óðinsmenn og foreldrar – þið eigið hrós skilið fyrir þetta afrek. Sjálfboðaliðar í talningu í heilan sólarhring, Foreldraráð Óðins, Sundlaug Akureyrar og allir aðrir sem hjálpuðu okkur að halda þennan æðislega viðburð – Takk kærlega fyrir! Til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu Óðinn og iðkendur viljum við senda kærar þakkir!“ segir á Facebook síðu Óðins þar sem má finna fleiri myndir og upplýsingar um viðburðinn.

Sambíó

UMMÆLI