Veitingastaðurinn T-Bone steikhús sem stendur við Ráðhústorg á Akureyri hefur verið auglýstur til sölu.
Óskað er eftir réttum aðila til að taka við rekstri veitingastaðarins á vef Veitingageirans.
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson matreiðslumeistari, opnaði T-Bone steikhús árið 2015 en síðan þá hefur staðurinn lagt áherslu á að bjóða Akureyringum og gestum bæjarins upp á úrvals steikur.
UMMÆLI