Tæp hálf öld á milli aðstoðardómaranna

Tæp hálf öld á milli aðstoðardómaranna

Það var sannarlega áhugavert dómarateymi sem dæmdi leik FHL/Einherja og Tindastóls í kvennadeild Kjarnafæðismótsins síðustu helgi. Aðalsteinn Tryggvason var aðaldómari leiksins og honum til aðstoðar voru þau Stefán Aðalsteinsson og Leyla Ósk Jónsdóttir.Það sem gerir þetta dómarateymi áhugavert er að tæp hálf öld er á milli aðstoðardómaranna.

Leyla Ósk er nýorðin 14 ára og var hún að dæma sinn þriðja leik í Kjarnafæðismótinu. Stefán verður 63 ára á árinu og er hann hvergi nærri hættur að dæma. Stefán hefur dæmt frá 17 ára aldri eða í 47 ár og telur hann leikina sína komna yfir 1500 talsins. Þegar Leyla fæddist var Stefán þegar búinn að dæma í 31 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KSÍ.

UMMÆLI