Múlaberg

Tappi Tíkarras snýr aftur og spilar á Græna um helgina

Tappi Tíkarras snýr aftur og spilar á Græna um helgina

Hljómsveitin Tappi Tíkarrass fagnar því um þessar mundir að hafa lokið við upptökur á nýrri hljómplötu eftir að hafa legið í dvala og undir feld um árabil. Fyrsta lagið af þessari væntanlegu plötu er þegar komið í spilum á öldum ljósvakans. Lagið ber nafnið Spak og er eitt fjórtán nýrra laga sem Tappinn mun senda frá sér á næstu misserum. Spak er aðgengilegt á Spotify.

Tappi Tíkarrass tók til starfa árið 1981 og var í upphafi skipaður fjórum piltum sem nú eru orðnir menn. Söngkonan Björk gekk fljótlega til liðs við sveitina og voru þá söngvarar tveir, Björk og Eyþór Arnalds. Aðrir meðlimir voru þeir Guðmundur Gunnarsson og Oddur Sigurbjörnsson sem léku á trommur. Oddur fyrst og síðan Guðmundur. Eyjólfur Jóhannsson spilaði á gítar og Jakob Smári Magnússon á bassa.
Tappinn lagðist í dvala í Desember 1983 en er nú vaknaður og kominn og er aftur orðinn strákaband.
Eyþór Arnalds – Söngur
Guðmundur Þór Gunnarsson – Trommur
Eyjólfur Jóhannsson – Gítar
Jakob Smári Magnússon – Bassi

Tappinn ætlar að flytja lög af væntanlegri plötu í bland við eldra efni á Græna Hattinum þann 25. Febrúar. Einnnig kemur fram hljómsveitin Lost.

UMMÆLI

Sambíó