Prenthaus

Tekinn á 177 kílómetra hraða í Öxnadal

Tekinn á 177 kílómetra hraða í Öxnadal

Lögreglan stöðvaði ökumann sem keyrði á ofsahraða í Öxnadal rétt fyrir hádegi í dag. Bifreið hans mældist á 177 kílómetra hraða.

Hámarkshraðinn á umræddum vegkafla er 90 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra var ökumaðurinn færður á lögreglustöðina á Akureyri þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó