Prenthaus

Telja að Birnu hafi verið unnið mein þegar hún var ein með Thomas Møller Olsen

Billinn sem maðurinn hafði til umráða

Rannsókn lögreglunnar á láti Birnu Brjánsdóttur miðast við það að henni hafi verið unnið mein þegar hún var ein í rauðu Kia Rio-bifreiðinni með Thomas Møller Olsen að morgni laugardagsins 14. janúar. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu í dag.

Thomas Møller Olsen situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um hafa orðið Birnu að bana. Hinn skipverjinn sem einnig sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur,Nikolaj Olsen, sleppt úr haldi fyrir helgi.

Í frétt Fréttablaðsins í morgun kemur fram að lögreglan telji að Birna hafi verið á lífi þegar Kia Rio-bifreiðinni var ekið inn á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar.  Herma heimildir blaðsins að lögregla gangi út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn þegar Thomas var einn í bílnum.

Sambíó

UMMÆLI