Prenthaus

Tengja saman áhrifafólk á samfélagsmiðlum og fyrirtæki

María Hólmgrímsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir

María Hólmgrímsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir

María Hólmgrímsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir hafa tekið höndum saman og stofnað umboðsskrifstofuna Eylenda. Eylenda tengir saman fyrirtæki og fólk sem er áberandi á samfélagsmiðlum, með það fyrir augum að ná til markhóps viðkomandi fyrirtækis.

Tanja, fyrrverandi Ungfrú Ísland og eigandi Tanja Yr Cosmetics, birti á dögunum færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún segir frá stofnun fyrirtækisins og hvernig hugmyndin hafi kviknað þegar hún áttaði sig á því að það væri ekki rökrétt að samfélagsmiðlastjörnur myndu auglýsa vörur fyrir fyrirtæki aðeins í skiptum fyrir vöruna sjálfa en ekki fyrir greiðslu.

María sem er 26 ára Akureyringur og eigandi Black and Basic hefur brennandi áhuga á samfélagsmiðlum og hefur síðastliðin 2 ár stúderað heim samfélagsmiðla og auglýsinga mikið. Hún hefur einungis notað blogg og fólk sem er vinsælt á samfélagsmiðlum til þess að auglýsa vörur sínar og sá því tækifæri í því að tengja saman fyrirtæki og áhrifafólk á samfélagsmiðlum.

Tanja og María kynntust fyrir tveimur árum þegar Tanja var að auglýsa vörur frá Maríu og síðan þá hafa þær unnið mikið saman. Fyrir 8 mánuðum byrjuðu þær svo að þróa Eylenda. Þónokkrar samfélagsmiðlastjörnur eru nú þegar komnar í samstarf með Maríu og Tönju en má þar nefna Sólrúnu Diego, Línu Birgittu, Binna Glee, og Tinnu Alavis ásamt fleirum. Hér má sjá heimasíðu Eylenda.

Sambíó

UMMÆLI