TF-LÍF komin á Flugsafn Íslands

TF-LÍF komin á Flugsafn Íslands

Í gær var stór dagur á Flugsafni Íslands á Akureyri þegar TF-LÍF, ein farsælasta björgunarþyrla Íslendinga, var flutt frá Reykjavík til Akureyrar og mætti á framtíðarheimili sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu Flugsafnsins.

„Í góðri samvinnu við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, og sænska fyrirtækið eX-Change Parts AB, sem keypti þyrluna og gaf síðan safninu, varðveitum við þyrluna til framtíðar og gerum hana sýningarhæfa.Það gerum við með góðum stuðningi ET flutninga sem fluttu þyrluna norður, og Eimskip og Samherja sem munu flytja varahluti í hana til landsins frá Svíþjóð. Kærar þakkir til allra sem komu að verkefninu í dag,“ segir í tilkynningu Flugsafnsins.

UMMÆLI