„Það sem við fáum í staðinn er margfalt mikilvægara“

„Það sem við fáum í staðinn er margfalt mikilvægara“

Starfsemi nýrrar heilsugæslustöðvar í Sunnuhlíð á Akureyri hófst síðastliðinn mánudag, 19. febrúar, en formleg opnun verður í byrjun mars. Hákon Orri Gunnarsson kíkti í heimsókn í nýju heilsugæslustöðina í vikunni og ræddi við Jón Torfa Halldórsson, yfirlækni HSN, um tímamótin.

Á stöðinni verður öll almenn læknaþjónusta, hjúkrunarmóttaka, mæðravernd, ungbarnavernd og önnur þjónusta fyrir íbúa á Akureyri og nærsveitarfélög. Nýja heilsugæslan er sérhönnuð utan um starfsemina, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu sem er um 1700 fm að stærð. Þá er aðgengi allt með betra móti en áður var og mun öll starfsemin fara fram á einni hæð.

Jón Torfi segir það afskaplega góða tilfinningu að starfsemin sé komin í nýtt húsnæði eftir langa bið.

„Nýir hlutir eru skemmtilegir og það er mjög gaman fyrir okkur að vera loksins mætt, eftir að hafa verið í hálfgerðu bráðarbirgðahúsnæði í 40 ár,“ segir Jón Torfi.

Jón Torfi ræðir þjónustu HSN á Akureyri, mögulegan söknuð á Amaro húsinu og bakkelsi ásamt fleiru í viðtalinu sem má horfa á í heild sinni hér að neðan:

UMMÆLI