Það þarf heilt þorp til að ala upp barn

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn

Dagatölum fyrir árið 2017 verður dreift í næstu viku með Dagskránni inn á öll heimili á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Það eru forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar sem standa að útgáfunni og fengu til þess styrk frá samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar, Lýðheilsusjóði, Norðurorku og Stíl.

Markmiðið með útgáfu dagatalsins er að hvetja fjölskyldur til uppbyggilegrar samveru, búa til samtal um menningu fjölskyldna og hvetja til umhugsunar og uppbyggingar, vekja athygli á því sem í boði er uppbyggilegt fyrir íbúa bæjarins, mikilvægi þess að nýta tíma sinn á gefandi máta og ábyrgð hvers og eins á sinni tímanotkun. Með dagatalinu vilja forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar einnig vekja athygli á að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og að við berum öll ábyrgð sem samfélag. Á dagatalinu eru einnig upplýsingar um viðmið á skjánotkun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó