Origo Akureyri

Þættir fjögur og fimm komnir í loftið

Þættir fjögur og fimm komnir í loftið

Grenndargralið rekur sögu Gunnlaugs Briem, Valgerðar konu hans, afkomenda og samferðamanna í hlaðvarpsþáttunum Leitin að Grundargralinu. Ætlunin er að komast nær sannleikanum um gralið á Grund. Silfurgralið er sagt hafa verið í fórum manns sem kom til Íslands í upphafi 19. aldar og segir sagan að huldumaðurinn hafi fært sýslumanninum gralið að gjöf. Munnmælasagan hefur gengið meðal Eyfirðinga í 200 ár án þess að nokkuð hafi komið fram sem varpar ljósi á málið.

Í fjórða og fimmta þætti er sagt frá heimsókn Jörundar hundadagakonungs til Akureyrar og samskiptum hans við Gunnlaug Briem og ferðalagi Jóhönnu fögru til Evrópu. Jóhanna var dóttir sýslumannsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó