Þættir sex og sjö komnir í loftið

Þættir sex og sjö komnir í loftið

Grenndargralið rekur sögu Gunnlaugs Briem, Valgerðar konu hans, afkomenda og samferðamanna í hlaðvarpsþáttunum Leitin að Grundargralinu. Ætlunin er að komast nær sannleikanum um gralið á Grund. Silfurgralið er sagt hafa verið í fórum manns sem kom til Íslands í upphafi 19. aldar og segir sagan að huldumaðurinn hafi fært sýslumanninum gralið að gjöf. Munnmælasagan hefur gengið meðal Eyfirðinga í 200 ár án þess að nokkuð hafi komið fram sem varpar ljósi á málið.

Í sjötta og sjöunda þætti segir frá Jóhönnu Kristjönu Briem, yngri dóttur Gunnlaugs og Valgerðar og sonum þeirra fimm. Geyma þau upplýsingar um Grundargralið?

UMMÆLI

Sambíó