Færeyjar 2024

The Color Run á Akureyri 1. ágúst

The Color Run á Akureyri 1. ágúst

The Color Run, eða Litahlaupið, mun fara fram á Akureyri þann 1. ágúst næstkomandi. Stakur miði í hlaupið kostar fimm þúsund krónur en einnig er hægt að kaupa fjölskyldupakka fyrir fjóra sem kostar samtals 18 þúsund krónur.

Hlaupið fór ekki fram á síðasta ári vegna Covid-19. Aðgöngumiðar þeirra sem höfðu þegar keypt miða í það hlaup voru færðir sjálfkrafa yfir á nýja dagsetningu sem hefur nú verið ákveðin.

Litahlaupið var fyrst haldið á Akureyri árið 2017 og var haldið aftur sumarið 2018. Það hefur þó ekki verið haldið undanfarin tvö ár. Alls tóku 5.000 manns í hlaupunum árin 2017 og 2018.

Von er á frekari upplýsingum um hlaupið á Akureyri von bráðar.

UMMÆLI