Þetta er nýr búningur Þór/KA – Myndir

Þór og KA tefla fram sameinuðu kvennaliði næstu þrjú árin hið minnsta.

Nýr samstarfssamningur Þórs og KA um rekstur á sameinuðu kvennaliði félaganna í fótbolta var undirritaður á Glerártorgi í hádeginu. Samningurinn er til þriggja ára.

Meðal þess sem kveðið er á um í samningnum er að liðið muni leika í hlutlausum búningum eftir að hafa leikið í Þórsbúningum undanfarin ár. Nýir búningar voru til sýnis við undirskriftina og má sjá myndir af þeim hér að neðan.

Aðalbúningurinn er svört treyja, svartar stuttbuxur og hvítir sokkar en varabúningurinn appelsínugul treyja, svartar stuttbuxur og hvítir sokkar.

Sandra María Jessen og Ágústa Kristinsdóttir, leikmenn Þór/KA, frumsýndu búningana í dag.

Forráðamenn félaganna handsala samninginn.

VG

UMMÆLI

Sambíó