Múlaberg

Þjálfarateymi Þórs/KA og Hamranna sagt uppMynd: thorka.is/Þórir Tryggva

Þjálfarateymi Þórs/KA og Hamranna sagt upp

Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í ráðningarsamningum þjálfarateymis liðsins. Andri Hjörvar Albertsson, Bojana Kristín Besic og Perry Mclachlan hafa því látið af störfum sem þjálfarar hjá Þór/KA og Hömrunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þór/KA í dag en þar segir að þetta sé niðurstaðan eftir ítarlega yfirlegu og umræður innan stjórnarinnar um stöðu félagsins og framtíðaráform.

Andri Hjörvar tók við Þór/KA sem aðalþjálfari fyrir tímabilið 2020, en hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari Halldórs Jóns Sigurðssonar frá árinu 2017. Eftir að Andri Hjörvar tók við sem aðalþjálfari komu Bojana og Perry inn í teymið sem aðstoðarþjálfarar, en Bojana var einnig aðalþjálfari Hamranna og Perry sá að auki um þjálfun markvarða.

„Stjórnin þakkar þeim fyrir störf þeirra í þágu félagsins og kvennaknattspyrnunnar á Akureyri og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.Nú tekur við vinna hjá stjórninni við að leita að nýjum þjálfurum og móta með þeim framtíðarsýn,“ segir á vef Þór/KA

Sambíó

UMMÆLI