KIA

Þjóðarsátt um kjör ,,kvennastétta‘‘

Hildur Betty Kristjánsdóttir skrifar

Hildur Betty Kristjánsdóttir skipar 2. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Hún er sérfræðingur, kennari og doktorsnemi. Hildur hefur starfað innan íslenska menntakerfisins síðustu 23 ár.

Við í Viðreisn setjum jafnréttismál í forgrunn og látum verkin tala. Í síðustu kosningabáráttu lagði Viðreisn áherslu á lögbindingu jafnlaunavottunar og Alþingi samþykkti þann 1. júní lög þess efnis. Jafnlaunavottunin gerir atvinnurekendum skylt að geta sýnt fram á að þeir fylgja jafnréttislögum og greiði sömu laun fyrir sömu störf.

Í þessari kosningabáráttu beinir Viðreisn kastljósinu að kjörum kvennastétta. Konur hafa að meðaltali 13% lægri laun en karlar. Kynbundinn launamunur er staðreynd á íslenskum vinnumarkaði. Helsta skýringin er að vinnumarkaðurinn er kynbundinn, þar sem fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Þetta óréttlæti hefur afleiðingar sem samfélagið finnur fyrir. Það er viðvarandi vandamál að manna stöður t.d. í leikskólum, grunnskólum og á heilbrigðisstofnunum. Þessar hefðbundnu kvennastéttir vinna störf sem við erum öll sammála um að gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og félags- og jafnréttisráðherra segir „Ég hef mátað þess­ar hug­mynd­ir við verka­lýðsfor­yst­una og þeir telja hug­mynd­irn­ar raun­hæf­ar. Hlutverk stjórnmálanna verður að leiða þetta samtal. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman um að fjármagna skuli þessar lagfæringar. Þar verður ekki framhjá því litið að hið opinbera ber ábyrgð sem launagreiðandi margra þessara stétta. Það er nefnilega ekki lögmál að svona þurfi staðan að vera‘‘.

Við í Viðreisn ætlum að beita okkur að ná þjóðarsátt um bætt kjör ,,kvennastétta‘‘.

Sambíó

UMMÆLI