Þór áfram í Borgunarbikarnum eftir sigur á Tindastól

Þór sigraði Tindastól í baráttuleik í Borgunarbikarnum í dag. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli KA.

Orri Freyr Hjaltalín kom Þórsurum í 1-0 eftir 15 mínútna leik en hann var í fremstu víglínu Þórsara í fjarveru Gunnars Örvars. Tindastóll misstu mann útaf undir lok fyrri hálfleiks þegar Bjarni Smári Gíslason fékk rautt spjald. Jóhann Helgi Hannesson kom Þórsurum svo í 2-0 á lokamínútum fyrri hálfleiks. Tindastóll virtist þó eflast við rauða spjaldið og varð leikurinn jafnari í kjölfarið, þeir minnkuðu svo muninn á 70. mínútu en boltinn fór af Þórsaranum Alexander Ívani og í mark Þórsara.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Þór og Þórsarar komnir áfram í 32-liða úrslit.

Orri Hjaltalín skoraði fyrra mark Þórsara

UMMÆLI

Sambíó