Þór Akureyri undirbýr endurkomu kvennaliðs í körfubolta

Þór Akureyri undirbýr endurkomu kvennaliðs í körfubolta

Undanfarnar vikur hefur hópur fólks komið saman og undirbúið endurkomu meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Þetta kemur fram á körfuboltavefnum karfan.is.

Í haust var kvennalið Þórs dregið úr keppni þar sem ekki náðist í fullt lið en nú er stefnan talin vera að skrá lið til keppni á ný frá og með næsta tímabili.

Á karfan.is kemur fram að leitað sé nú að þjálfara en Helgi Rúnar Bragason sem þjálfari liðið áður gat ekki gefið sér kost áfram í verkefnið sökum anna.

Einnig er stefnt á að stækka leikmannahópinn og er vonast til þess að Akureyrarbær með sitt öfluga íþrótta og skólalíf verði aðdráttarafl fyrir unga leikmenn.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs fagnar krafti undibúningshópsins sem hefur lagt mikla vinnu með stjórninni í að undirbúa endurkomu meistaraflokks kvenna.

Sambíó

UMMÆLI