Prenthaus

Þór Íslandsmeistari í 4.flokki karla

Þór Íslandsmeistari í 4.flokki karla

Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitil í 4. flokki karla í knattspyrnu í gær þegar A liðið vann 5-1 sigur á FH í úrslitaleik Íslandsmótsins á Kaplakrikavelli.

Strákarnir hafa átt frábært sumar og hafa enn ekki tapað leik. Þeir eru einnig komnir í úrslit í bikarkeppninni þar sem þeir mæta Breiðabliki á Kópavogsvelli um næstu helgi.

Þjálfarar 4.flokks hjá Þór eru þeir Garðar Marvin Hafsteinsson, Ármann Pétur Ævarsson og Aðalgeir Axelsson.

UMMÆLI