Þór/KA fékk heiðursverðlaun Bókaútgáfunar Tinds

Íslandsmeistarar Þór/KA

Íslensk Knattspyrna var gefin út í fertugasta skipti í gær. Að því tilefni hélt Bókaútgáfan Tindur hóf í Reykjavík í gær.

Íslandsmeistarar Þór/KA fengu tvö heiðursverðlaun á útgáfuhófinu. Þór/KA hlaut hin árlegu heiðursverðlaun Bókaútgáfunnar Tinds fyrir frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu kvenna og önnur heiðursverðlaun fyrir Íslandsmeistaratitil liðsins árið 2017.

Þá var þeim leikmönnum í Pepsí-deild karla og kvenna sem flestar áttu stoðsendingar á liðnu tímabili veittar viðurkenningar. Framherji Þórs/KA, Stephany Mayor var með flestar stoðsendingar ásamt Svövu Rós Guðmundsdóttur úr Breiðabliki eða 9 stoðsendingar hvor.

 

Sambíó

UMMÆLI