beint flug til Færeyja

Þór/KA með góðan sigur í fyrsta leik sumarsins

Þór/KA með góðan sigur í fyrsta leik sumarsins

Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hófst í gær og Þór/KA hófu Íslandsmótið með frábærum sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum. Þór/KA sigraði leikinn 2-1.

ÍBV komust yfir í leiknum eftir aðeins 12 mínútur og leiddu í hálfleik. Hulda Ósk Jónsdóttir jafnaði leikinn eftir 66 mínútur og Karen María Sigurgeirsdóttir tryggði Þór/KA sigurinn á 81. mínútu leiksins.

Þór/KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar næsta þriðjudag gegn Selfossi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó