Þór/KA og Aron Einar í öðru sæti

Kjör íþróttafréttamanna á Íslandi á íþróttamanni ársins fóru fram í gær. Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hlutskörpust í kosningunni og er því íþróttamaður ársins árið 2017. Einnig var kosið um lið og þjálfara ársins. Lið ársins var valið karlalandslið Íslands í knattspyrnu og þjálfari liðsins Heimir Hallgrímsson var valinn þjálfari ársins.

Í öðru sæti í kjörinu um lið ársins voru Íslandsmeistarar Þór/KA sem slógu í gegn á árinu. Halldór Jón Sigurðsson þjálfari liðsins komst ekki í sæti í kosningu um þjálfara ársins.

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson endaði í öðru sæti í vali á íþróttamanni ársins en Aron hefur átt frábært ár með Cardiff í ensku 1. deildinni og leiddi íslenska landsliðið á HM í knattspyrnu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó