Þór/KA sigraði í KeflavíkÞór/KA á heimleið eftir góðan sigur í Keflavík. Mynd: Instagram

Þór/KA sigraði í Keflavík

Knattspyrnulið Þór/KA gerði góða ferð til Keflavíkur í gær og sigraði Keflavík 2-1 í Pepsi Max deildinni. Jakobína Hjörvarsdóttir og Margrét Árnadóttir skoruðu mörk Þórs/KA.

Með sigrinum kom Þór/KA sér úr fallsæti í deildinni og lyfti sér upp í sjöunda sæti deildarnnar nú með 11 stig.

Lið Þórs/KA var þannig skipað í gærkvöld: Harpa Jóhannsdóttir (M), Karen María (Agnes Birta Stefánsdóttir 86. mín) Margrét Árnadóttir (Hulda Ósk 71. mín) Snædís Ósk, Saga Líf, Arna Sif (F) Colleen Kennedy (Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 90. mín) Jakobína Hjörvarsdóttir, María Catharina, Hulda Karen og Hulda Björg.

UMMÆLI

Sambíó