Þór/KA skoraði níu gegn Hömrunum

Þór/KA skoraði níu gegn Hömrunum

Þór/KA og Hamrarnir mættust í knattspyrnuleik í Boganum á Akureyri um helgina í Kjarnafæðismóti kvenna. Þór/KA konur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 9-0.

Hulda Ósk Jónsdóttir var frábær í leiknum og skoraði fjögur mörk. Aðrir markaskorarar Þór/KA voru þær María Catharina Ólafsdóttir Gros með tvö mörk, Una Móeiður Hlynsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir ásamt því að Hamrarnir skoruðu sjálfsmark.

Þór/KA hafa unnið báða leiki sína í Kjarnafæðismótinu sannfærandi en liðið á eftir tvo leiki á mótinu áður en kemur að Lengjubikarnum.


UMMÆLI