Prenthaus

Þór og KA áfram í MjólkurbikarnumMynd: Palli Jóh

Þór og KA áfram í Mjólkurbikarnum

Knattspyrnulið Þór og KA á Akureyri komust bæði áfram í 16 liða úrslitin í Mjólkurbikar karla í vikunni. Þórsarar unnu Grindavík á Salt Pay vellinum en KA menn sigruðu Stjörnuna í dramatískum leik í Garðabæ.

Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo skoruðu mörk Þórsara í 2-1 sigri á Grindavík á þriðjudagskvöld. Þetta var síðasti heimaleikur Alvaro fyrir Þórsara. Lestu nánar um leikinn hér.

KA menn heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ í gær í ótrúlegum leik sem endaði með sigri KA manna eftir tvö mörk þeirra á lokamínútunum. Stjörnumenn leiddu leikinn 1-0 þar til á 86. mínútu þegar Sebastiaan Brebels jafnaði leikinn fyrir KA. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði svo sigurinn í blálokin eða á 94. mínútu með afar umdeildu marki.

Sveinn Margeir Hauksson tæklaði boltann á Elfar Árna sem skoraði í tómt markið en boltinn virtist vera farinn útaf vellinum þegar Sveinn náði í boltann. Markið var þó dæmt gott og gilt og KA menn eru komnir áfram í 16 liða úrslitin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó