Þór og KA áfram í Mjólkurbikarnum

Alvaro Montejo spilaði vel fyrir Þór í dag

Knattspyrnuliðin Þór og KA áttu bæði leiki í Mjólkurbikar karla í dag. Þórsarar tóku á móti HK í Boganum á Akureyri á meðan KA menn ferðuðust suður og kepptu við Hauka.

KA vann 2-1 sigur á Haukum. Elfar Árni Aðalsteinsson kom liðinu yfir í fyrri hálfleik leiksins. Haukar jöfnuðu leikinn en Guðmann Þórisson tryggði KA mönnum sigur í leiknum með marki á 81. mínútu.

Í Boganum unnu Þórsarar 3-2 sigur á HK. Guðni Sigþórsson kom Þórsurum yfir í leiknum. Ármann Pétur Ævarsson og Alvaro Montejo bættu við tveimur mörkum fyrir Þór áður en HK minnkaði muninn.

Bæði Akureyrarliðin í fótboltanum fara því áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins. Magni frá Grenivík á leik við Fjölnismenn síðar í dag og þá taka Völsungar frá Húsavík á móti Fram.

UMMÆLI