beint flug til Færeyja

Þór og KA hefja undirbúning á sigrum

Alltaf í boltanum.

Alltaf í boltanum.

Knattspyrnulið Þórs og KA í karlaflokki eru bæði komin af stað í undirbúningi sínum fyrir knattspyrnusumarið 2017.

Fyrir rúmri viku síðan léku KA-menn æfingaleik gegn Dalvík/Reyni og höfðu KA-menn 7-0 sigur. Leikurinn var sýndur beint og er hægt að horfa á hann í heild sinni með því að smella hér.

Síðastliðinn laugardag héldu KA-menn svo á Akranes þar sem þeir léku gegn ÍA. Þar urðu lokatölur 3-0 fyrir KA. Markaskorarar KA voru Bjarni Aðalsteinsson og Kristján Freyr Óðinsson auk þess sem varnarmaður Skagamanna varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Í gær mættust Þór og Dalvík/Reynir í Boganum. Þar urðu lokatölur 5-1 fyrir Þórsurum. Ingi Freyr Hilmarsson, Jóhann Helgi Hannesson, Alexander Ívan Bjarnason, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Marinó Snær Birgisson skoruðu mörk Þórs. Pálmi Heiðmann Birgisson gerði eina mark Dalvíkur/Reynis.

Þór og KA munu svo mætast í æfingaleik um næstu helgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó