Prenthaus

Þór og Leiknir skildu jöfn í markaleik

Loftur Páll fagnar marki sínu ásamt Orra Hjaltalín sem spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir Þór í dag. Mund: thorsport.is

Þórsarar tóku á móti Leikni frá Reykjavík í Inkasso deildinni í dag. Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og hinn ungi og efnilegi Guðni Sigþórsson kom þeim yfir á 17 mínútu. Gunnar Örvar Stefánsson bætti við marki þrem mínútum síðar og áður en hálftími var liðinn af leiknum var Loftur Páll Eiríksson búinn að koma Þórsurum í 3-0.

Leiknismenn náðu að minnka muninn í 3-1 með marki á 40. mínútu. Í síðari hálfleik skoruðu Leiknismenn svo 2 mörk og jöfnuðu leikinn. Lokatölur 3-3. Þórsarar eru eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar en ljóst er að Keflavík og Fylkir munu fara upp í Pepsi deildina.

Þetta var síðasti heimaleikur Orra Hjaltalín fyrir Þór en hann spilaði fyrst fyrir liðið árið 1996. Hann var heiðraður fyrir leik og stuðningsmenn klöppuðu vel fyrir kappanum þegar honum var skipt af velli. Orri sem er 37 ára mun taka sér frí frá fótbolta þegar leiktíðinni lýkur.

Þór 3 – 3 Leiknir R.
1-0 Guðni Sigþórsson (’17)
2-0 Gunnar Örvar Stefánsson (’20)
3-0 Loftur Páll Eiríksson (’26)
3-1 Brynjar Hlöðversson (’40)
3-2 Sævar Atli Magnússon (’69)
3-3 Tómas Óli Garðarsson (’88)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó