Vinna og vélar

Þór sigraði Scania Cup

Mynd: Jóhannes Baldur Guðmundsson, Frétt: thorsport.is

10. flokkur drengja hjá Þór í körfubolta sigraði í morgun Scania Cup en liðið lagði Stjörnuna úr Garðabæ í leik sem lauk fyrir stundu. Baldur Örn Jóhannesson var valin mikilvægasti (MVP) maður leiksins og Júlíus Orri Ágústsson Scania Cup King og hann er einnig í liði mótsins

Þetta í annað sinn sem þessir drengir spila til úrslita á Scania Cup en þeir fóru alla leið í úrslit á síðasta ári og komu þá heim með silfrið. Þessi árangur Þórs og Stjörnunnar úr Garðabæ er frábær því mótið er í raun óopinbert norðurlandmót félagsliða í körfubolta og að tvö félagslið frá Íslandi skuli leika til úrslita sýnir og sannar á hvaða stall Íslenskur körfubolti er komin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó