Þór tapaði eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni

korfubolti

Þórsarar sneru aftur í efstu deild karla í körfubolta með trukki í kvöld þegar liðið fékk stjörnum prýtt lið Stjörnunnar í heimsókn í Íþróttahöllina.

Það var einhver skrekkur í heimamönnum í byrjun leiks og það boðar ekki gott þegar andstæðingurinn er jafn gott lið og Stjarnan en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 16-28, Stjörnunni í vil.

Þórsurum tókst að vinna sig inn í leikinn þrátt fyrir þessa slæmu byrjun en Stjarnan hafði þó frumkvæðið allan leikinn.

jalen-riley

Jalen Riley var öflugur í kvöld

Jalen Riley, nýjasti liðsmaður Þórs, átti frábæran síðari hálfleik og sá til þess að Þórsurum tókst að kreista fram framlengingu því lokatölur leiksins voru 79-79. Gestirnir úr Garðabæ voru hinsvegar öflugri í framlengingunni og unnu að lokum 82-91 sigur.

Stigaskor Þórs: Jalen Riley 27, Darrel Lewis 24/10 fráköst, Danero Thomas 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Ragnar Helgi Friðriksson 4/4 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 2.

Stigaskor Stjörnunnar: Justin Shouse 20/8 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 18, Hlynur Bæringsson 15/12 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Devon Austin 10, Ágúst Angantýsson 9, Magnús Bjarki 3, Tómas Heiðar Tómasson 2.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó