beint flug til Færeyja

Þórdís Björk og Júlí Heiðar trúlofuðu sig í Samkomuhúsinu á Akureyri

Þórdís Björk og Júlí Heiðar trúlofuðu sig í Samkomuhúsinu á Akureyri

Leikararnir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson hafa tilkynnt trúlofun sína. Þau trúlofuðu sig í Samkomuhúsinu á Akureyri sem Þórdís segir að sé uppáhalds byggingin þeirra.

„Trúlofuð í uppáhalds byggingunni okkar,“ skrifar hún í tilkynningu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þórdís og Júlí Heiðar léku saman í leiksýningunni Vorið Vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar árið 2020.

Þórdís hefur síðan verið áberandi í menningarlífi Akureyrar, hún lék meðal annars í uppsetningu leikfélagsins á Benedikt Búálfi og í leiksýningunni Hárið sem sett var upp af Rún viðburðum. Í vetur lék hún í sýningunni Skugga Svein en síðustu sýningar voru um síðustu helgi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó