beint flug til Færeyja

Þór/KA byrjar sumarið af krafti

Sandra Stephany Mayor skoraði fyrsta mark Pepsi deildarinnar þetta sumarið. Það mark reyndist sigurmark leiksins.

Pepsi deild kvenna hófst í Boganum í dag þegar stelpurnar í Þór/KA fengu Val í heimsókn.  Miklar væntingar eru gerðar til þessara liða fyrir tímabilið og er þeim víðast hvar spáð í toppbaráttu. Samkvæmt spá Kaffið.is munu Valskonur standa uppi sem íslandsmeistarar í lok sumars en Þór/KA mun enda í 4. sætinu þriðja árið í röð.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Þór/KA fyrir sumarið

Í leiknum í dag voru það Þór/KA sem spiluðu eins og Íslandsmeistarar. Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði fyrsta mark sumarsins eftir 9 mínútna leik. Þór/KA héldu yfirhöndinni út leikinn án þess að bæta við fleiri mörkum og 1-0 sigur varð staðreynd.

Sterkur sigur hjá Þór/KA sem fá Breiðablik í heimsókn í næstu umferð þann 2. maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó