NTC netdagar

Þór/KA fleygði bikarmeisturunum úr keppni

Sandra Stephany Mayor er langbesti leikmaður landsins um þessar mundir.

Þór/KA er komið í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir öruggan 1-3 sigur á ríkjandi bikarmeisturum Breiðabliks en liðin mættust á Kópavogsvelli í dag.

Mexíkóska markavélin Sandra Stephany Mayor gerði sér lítið fyrir og hlóð í þrennu en varnarmenn Blika réðu ekkert við hana, ekki frekar en aðrir varnarmenn landsins hafa gert í Pepsi-deildinni í sumar.

Breiðablik 1 – 3 Þór/KA

0-1 Sandra Stephany Mayor (’24)
0-2 Sandra Stephany Mayor (’43)
1-2 Svava Rós Guðmundsdóttir (’51)
1-3 Sandra Stephany Mayor (’73)

Nú tekur við landsleikjahlé hjá konunum en næsta verkefni liðsins er þann 16.júní næstkomandi þegar Grindavík kemur í heimsókn á Þórsvöll í 8.umferð Pepsi-deildarinnar.

 

UMMÆLI