Prenthaus

Þór/KA mætir FH í dag

Andrea Mist er í lykilhlutverki hjá Þór/KA Mynd: Fótbolti.net – Sævar Geir Sigurjónsson

Stelpurnar í Þór/KA mæta FH á útivelli í 9. umferð Pepsi deildarinnar í dag. Þór/KA hafa spilað frábærlega í sumar og unnið alla sína leiki. Þær sitja á toppi deildarinnar með 24 stig. FH eru í 6. sætinu með 12 stig.

Í síðustu umferð sigruðu Þór/KA sannfærandi 5-0 gegn Grindavík þar sem Sandra María Jessen skoraði 3 mörk. Sandra Mayor skoraði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark. Á sama tíma töpuðu FH 4-0 gegn Val.

Þór/KA hafa skorað 21 mark í 8 leikjum hingað til og aðeins fengið á sig 3 mörk. Leikurinn gegn FH er lokaleikur fyrri umferðar deildarinnar sem þýðir að Þór/KA hafa nú þegar unnið öll lið deildarinnar nema FH.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

 

Sambíó

UMMÆLI