Þór/KA með fullt hús stiga eftir sex leiki

Sandra María Jessen er komin aftur á völlinn og byrjuð að skora Mynd: thorsport.is

Ekkert fær stöðvað lið Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið vann sinn sjötta sigur í röð í dag þegar ÍBV kom í heimsókn á Þórsvöll.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA yfir snemma leiks en Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu. Aðeins annað markið sem Þór/KA fær á sig í sumar og hafa þau bæði komið úr vítaspyrnum.

Þór/KA sigldi sigrinum svo heim með tveim mörkum á lokakafla leiksins. Sandra Stephany Mayor kom Þór yfir á 81.mínútu og Sandra María Jessen gulltryggði sigurinn á 86.mínútu.

Þór/KA 3 – 1 ÍBV

1-0 Hulda Ósk Jónsdóttir (’17)
1-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir (’37, víti)
2-1 Sandra Stephany Mayor (’81)
3-1 Sandra María Jessen (’86)

Næsti leikur Þórs/KA er af stærri gerðinni en liðið heimsækir Stjörnuna í Garðabæ næstkomandi mánudag og er þar um að ræða uppgjör toppliðanna sem bæði eru taplaus.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó