Gæludýr.is

Þór/KA og Stjarnan mætast í Borgunarbikarnum

Nú í hádeginu var dregið í 8. liða úrslit í Borgunarbikarnum. Þór/KA var eina Akureyrarliðið í pottinum en Þórsarar duttu út gegn Ægi Þorlákshöfn og KA menn duttu út gegn ÍR í 32 liða úrslitum. Þór/KA hafa spilað óaðfinnanlega í sumar og sigrað alla sína leiki. Liðið sló út bikarmeistara Breiðablik í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Þór/KA er á toppi Pepsi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið sigraði Stjörnuna nokkuð örugglega í Pepsi deildinni fyrr í sumar 3-1 en þetta eru tvö efstu liðin. Leikurinn verður á Samsung vellinum í Garðabæ 23. eða 24. júní.

Hér má sjá dráttinn í heild sinni:

8-liða úrslit
Valur – HK/Víkingur
Grindavík – Tindastóll
ÍBV – Haukar
Stjarnan – Þór/KA

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó