KIA

Þór/KA sigraði 9. leikinn í röð

Þór/KA trónir á toppi deildarinnar Mynd: Fótbolti.net – Sævar Geir Sigurjónsson

Þór/KA mætti FH í 9. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Leikurinn hófst klukkan 18 í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fyrir leikinn voru Þór/KA búnar að sigra alla sína leiki en FH voru í 6. sæti með 12 stig.

Í lið Þór/KA vantaði miðjumanninn Nataliu Gomez sem er meidd en Lára Einarsdóttir kom inn fyrir hana.

Eina mark leiksins skoraði varakonan Karen María Sigurgeirsdóttir með sinni fyrstu snertingu. Karen kom inná sem varamaður undir lokin og skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir sendingu frá Huldu Björg Hannesdóttir. Þetta var aðeins þriðji leikur Karenar fyrir Þór/KA en

Þór/KA hafa því unnið alla leiki sína í fyrri umferð deildarinnar og öll lið deildarinnar. Liðið situr á toppi deildarinnar með 27 stig. Þjálfari liðsins, Donni, sagði í viðtali við fotbolti.net eftir leik að markmiðið væri að sigra alla leiki.

Næsti leikur Þór/KA er gegn Val á útivelli 27. júní. Valskonur eru í 5. sæti með 15 stig en þeim var víða spáð Íslandsmeistaratitlinum.

UMMÆLI

Sambíó