Þór/KA í undanúrslit eftir sigur á ÍBV

Sandra Stephany Mayor sá um ÍBV.

Þór/KA er komið í undanúrslit A-deildar Lengjubikars kvenna eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag en liðin mættust á miðri leið og léku í Akraneshöllinni.

Mexíkóska markamaskínan Sandra Stephany Mayor gerði bæði mörk Þór/KA. Það fyrra strax á sjöundu mínútu og síðara á 80.mínútu.

Þór/KA er því í 3.sæti riðilsins en gæti fallið niður í fjórða sæti síðar í kvöld. Veltur það á úrslitum í leik Vals og Stjörnunnar. Engu að síður er sæti í undanúrslitum tryggt og mæta stelpurnar annað hvort Val eða Breiðablik.

Sambíó

UMMÆLI