Þorlákur að taka við Þórsurum

Þorlákur að taka við Þórsurum

Þorlákur Árnason verður næsti þjálfari knattspyrnuliðs Þórs. Þorlákur er staddur á Akureyri og hann birti mynd af Þórsvelli á samfélagsmiðlum sínum fyrir skömmu.

Þórsarar ráku Orra Frey Hjaltalín í sumar en árangur liðsins í Lengjudeildinni var ekki góður. Orri kvaddi klúbbinn þegar nokkrar umferðir voru eftir af deildinni og liðið hafnaði í níunda sæti.

Þorlákur er með töluverða reynslu úr þjálfun en hann hefur stýrt meistaraflokki karla hjá Val og Fylki og meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni. Þá hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands.

Frá því í janúar 2019 hefur hann verið yfirmaður fótboltamála fótboltasambandi Hong Kong en hann lét af störfum þar í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó