Þórsarar bikarmeistarar eftir vítakastkeppni

Þórsarar eru bikarmeistarar í handbolta í keppni yngra árs 4.flokks karla eftir stórkostlegan handboltaleik Þórs og KA í Íþróttahöll Akureyrar í dag. Þórsarar unnu leikinn eftir vítakastkeppni sem fór alla leið í bráðabana.

Leikurinn verður lengi í minnum hafður en áhorfendapallarnir voru þétt setnir og umgjörðin eins og best verður á kosið.

Bæði lið buðu upp á flottan handbolta og var jafnt á nær öllum tölum. Fór að lokum svo að að jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja. Enn var jafnt að lokum framlengingar og var því gripið til vítakastkeppni.

Þar höfðu Þórsarar betur eftir bráðabana en Aron Hólm Kristjánsson skoraði síðasta mark vítakeppninnar og tryggði Þórsurum gullið. Tómas Ingi Gunnarsson, markvörður, var besti maður Þórs í leiknum en hann varði eins og berserkur.

 

UMMÆLI

Sambíó