NTC netdagar

Þórsarar á botninum eftir skell í fyrsta heimaleik

Slæm byrjun hjá lærisveinum Lárusar.

Það er óhætt að segja að Þórsarar fari illa af stað í Inkasso-deildinni í fótbolta en liðið lék sinn fyrsta heimaleik í gær þegar Selfyssingar komu í heimsókn á Þórsvöll að viðstöddum 377 áhorfendum.

Sindri Pálmason gaf tóninn strax á 2.mínútu þegar hann kom gestunum yfir. Á 38.mínútu komust Selfyssingar í 0-2 en Jóhann Helgi Hannesson gaf Þórsurum líflínu þegar hann minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé.

Ekki tókst Þórsurum að koma til baka í síðari hálfleik heldur þvert á móti því Selfyssingar bættu við tveim mörkum og unnu að lokum 1-4 sigur.

Þór 1 – 4 Selfoss
0-1 Sindri Pálmason (‘2)
0-2 James Mack (’38)
1-2 Jóhann Helgi Hannesson (’42)
1-3 Andrew James Pew (’55)
1-4 Haukur Ingi Gunnarsson (’90)
1-4 Gunnar Örvar Stefánsson (’90, misnotað víti)

Rautt spjald: Andrew James Pew, Selfossi (´90)

Úrslitin þýða að Þórsarar sitja á botni Inkasso deildarinnar eftir tvær umferðir, án stiga og með markatöluna 2-7. Næsti leikur Þórs er í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins þar sem 3.deildarlið Ægis kemur í heimsókn á Þórsvöll næstkomandi þriðjudag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó