Þórsarar ekkert í sjónvarpinu fyrir áramót

Domino’s deild karla í körfubolta hefst 5. október næstkomandi. Í gær var gefið út hvaða leikir deildarinnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir áramót.

Lið Þórs frá Akureyri tekur þátt í deildinni þetta árið en liðið komst upp í deildina fyrir síðasta tímabil og náði góðum árangri á sínu fyrsta tímabili. Liðið komst í úrslitakeppnina en féllu úr henni í fyrstu umferð.

Athygli vekur að enginn leikur hjá Þór verður sýndur í beinni útsendingu fyrir áramót. Samtals verða 15 beinar útsendingar úr fyrstu 11 umferðunum. Þór Akureyri og ÍR eru einu lið deildarinnar sem  verða ekkert sýnd í sjónvarpi en tekið skal fram að þetta er einungis dagskráin fram að jólum.

Fyrsti leikur Þór verður gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði þann 6. október næstkomandi klukkan 19:15. Hjalti Þór Vilhjálmsson mun þjálfa lið Þórs í vetur en hann tók við liðinu af Benedikti Guðmundssyni eftir síðasta tímabil.

Sambíó

UMMÆLI