Þórsarar ekki í vandræðum með HK

Jóhann skorar alltaf mörk.

Þórsarar lyftu sér upp í 6.sæti Inkasso deildarinnar í fótbolta þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur á HK á Þórsvelli í kvöld.

Varnarmennirnir Aron Kristófer Lárusson og Loftur Páll Eiríksson sáu um að koma Þórsurum tveim mörkum yfir áður en markahrókurinn Jóhann Helgi Hannesson gulltryggði sigurinn tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Þórsarar eru nú sex stigum frá 2.sætinu en næsti leikur liðsins er gegn Leikni Reykjavík í Breiðholtinu næstkomandi fimmtudag.

Þór 3 – 0 HK

1-0 Aron Kristófer Lárusson (’37 )
2-0 Loftur Páll Eiríksson (’73 )
3-0 Jóhann Helgi Hannesson (’77 )

Sambíó

UMMÆLI