Þórsarar enduðu níu og töpuðu fyrir Val

Lárus Orri Sigurðsson er þjálfari Þórs.

Þórsarar töpuðu fyrir Val í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld en liðin mættust í Boganum.

Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir undir lok fyrri hálfleiks og Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fallegasta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að jafna metin með mörkum frá Gunnari Örvari Stefánssyni og Kristjáni Erni Sigurðssyni. Valsarar náðu hins vegar aftur tveggja marka forystu í kjölfar tveggja slæmra mistaka í vörn Þórs.

Á lokamínútunum fengu þeir Gauti Gautason og Jóhann Helgi Hannesson báðir að líta beint rautt spjald. Lokatölur 2-4 fyrir Val.

Þór 2-4 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson (´39)
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen (´51)
1-2 Gunnar Örvar Stefánsson (´67)
2-2 Kristján Örn Sigurðsson (´69)
2-3 Sigurður Egill Lárusson (´71)
2-4 Sindri Björnsson (79′)
Rauð spjöld: Gauti Gautason, Þór (´81) og Jóhann Helgi Hannesson, Þór (´88)

UMMÆLI