Þórsarar fá miðvörð á reynslu

Líberíski miðvörðurinn Kelvin Sarkorh mun eyða næstu tveimur vikum á reynslu hjá knattspyrnufélaginu Þór Akureyri.

Sarkorh sem fæddist í Líberíu flutti til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var 12 ára gamall. Sarkorh spilaði fótbolta með háskólaliðum Louisburg og UNC Pembroke.

Sarkorh kemur til Þór í gegnum fótboltafyrirtækið Soccerviza sem Guiseppe Funicello fyrrum leikmaður Þórs sér um.

Sarkorh mun ganga til liðs við Þór 16. janúar næstkomandi og mun æfa með liðinu ásamt því að taka þátt í þremur æfingaleikjum.

UMMÆLI