Þórsarar gerðu góða ferð til Grindavíkur

Tryggvi Hlina nýtti öll sín skot í kvöld. Mynd: Vísir

Tryggvi Hlina og félagar innbyrtu fyrstu stig vetrarins í kvöld. Mynd: Vísir

Þórsarar eru komnir á blað í Dominos-deild karla í körfubolta eftir öruggan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld.

Það var augljóst að Þórsarar voru staðráðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í Grindavík í kvöld þar sem Þór leiddi leikinn nánast frá upphafi til enda.

Heimamenn náðu reyndar góðum kafla í lok annars leikhluta og voru yfir í leikhléi. Þórsarar tóku svo aftur öll völd á vellinum og unnu að lokum tólf stiga sigur, 85-97.

Danero Thomas var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig og næstur kom gamla brýnið Darrel Lewis með 20 stig. Ungstirnið Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik en hann setti niður ellefu stig og tók tólf fráköst.

Stigaskor Þórs: Danero Thomas 25, Darrel Lewis 20, Jalen Riley 19, Ingvi Rafn Ingvarsson 17, Tryggvi Snær Hlinason 11/12 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 1.

Stigaskor Grindavíkur:
Ólafur Ólafsson 19, Þorleifur Ólafsson 17, Lewis Clinch 17/10 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 15/11 fráköst, Hamid Dicko 9, Jens Óskarsson 6, Nökkvi Nökkvason 2.

Næsti leikur Þórs er þann 4.nóvember næstkomandi þegar Haukar koma í heimsókn í Íþróttahöllina.

 

UMMÆLI