Færeyjar 2024

Þórsarar leyfa stuðningsmönnum sínum að fylgjast með æfingarferð

Gísli Páll og Ingi Freyr leikmenn Þórs

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Þór leggur af stað í æfingaferð til Spánar næstkomandi laugardag. Þeir munu dvelja í viku í Campoamour þar sem þeir æfa og spila æfingaleik við Völsung.

Á meðan þeir eru úti munu leikmenn liðsins skiptast á að sjá um Instagram reikning félagsins þar sem þeir munu leyfa stuðningsmönnum og öðrum að fylgjast með því sem fram fer úti. Munu þeir bæði setja inn myndir og myndbönd frá æfingum og daglega lífinu úti.

Instagram reikningur Þórs er thor_fotbolti og slóðin til að komast beint inn á síðuna er þessi: https://www.instagram.com/thor_fotbolti/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó