Prenthaus

Þórsarar sækja Hauka heim í Inkasso deildinni

Orri Freyr Hjaltalín. Mynd: Fótbolti.net

Þór Akureyri mætir Haukum í dag í 15. umferð Inkasso deildarinnar í fótbolta. Leikurinn fer fram á heimavelli Hauka, Gaman Ferða vellinum í Hafnarfirði.

Bæði lið þurfa á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttu deildarinnar. Þórsarar sitja í fjórða sætinu með 25 stig en Haukar eru í því fimmta með 23 stig. Haukar hafa enn ekki tapað leik á heimavelli í sumar og því má búast við hörkuleik fyrir Þórsara. 

Í fyrri leik þessara liða á tímabilinu höfðu Þórsarar betur 2-1. Ármann Pétur og Gunnar Örvar skoruðu mörk Þórs í þeim leik.

Atli Sigurjónsson mun líklega spila sinn fyrsta leik fyrir Þór frá 2011 en hann gekk til liðs við liðið í lok félagsskiptagluggans á láni frá KR. Þá er Ármann Pétur búinn að leysa út leikbann.

Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stuðningsmenn Þór á Akureyri munu fjölmenna í Hamar, félagsheimili Þór og horfa á leikinn saman.

Líklegt byrjunarlið hjá Þór má sjá hér að neðan:

 

UMMÆLI