Þórsarar sakaðir um að brjóta lög gegn veðmálaauglýsingum

Þórsarar sakaðir um að brjóta lög gegn veðmálaauglýsingum

Leikmenn og þjálfari Þórs eru sakaðir um að hafa brotið lög gegn veðmálaauglýsingum á Íslandi í viðtölum eftir sigurleik gegn Grindavík í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gær.

Þeir Páll Viðar Gíslason þjálfari liðsins, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Alvaro Montejo, mættu í viðtal hjá Fótbolti.net klæddir derhúfum merktum veðmálafyrirtækinu CoolBet. Hér á landi er bannað með lögum að auglýsa veðmálafyrirtæki.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Hann telur að þetta athæfi hafi skilað einhverjum pening í kassann hjá Þór.

Mikil umræða hefur skapast eftir atvikið en á meðan sumir telja Þórsara hafa orðið sér til skammar benda aðrir á að lög um veðmálaauglýsingar hér á landi séu úrelt og hrósa Þórsurum.

UMMÆLI