Origo Akureyri

Þórsarar sakaðir um að brjóta lög gegn veðmálaauglýsingum

Þórsarar sakaðir um að brjóta lög gegn veðmálaauglýsingum

Leikmenn og þjálfari Þórs eru sakaðir um að hafa brotið lög gegn veðmálaauglýsingum á Íslandi í viðtölum eftir sigurleik gegn Grindavík í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gær.

Þeir Páll Viðar Gíslason þjálfari liðsins, Jónas Björgvin Sigurbergsson og Alvaro Montejo, mættu í viðtal hjá Fótbolti.net klæddir derhúfum merktum veðmálafyrirtækinu CoolBet. Hér á landi er bannað með lögum að auglýsa veðmálafyrirtæki.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Hann telur að þetta athæfi hafi skilað einhverjum pening í kassann hjá Þór.

Mikil umræða hefur skapast eftir atvikið en á meðan sumir telja Þórsara hafa orðið sér til skammar benda aðrir á að lög um veðmálaauglýsingar hér á landi séu úrelt og hrósa Þórsurum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó